Í dag eru foreldrar mínir og systir (Addys) að fara að ná í hestana í tamningu, ég get ekki beðið eftir því að fara sjálf heim í sveitina og fá að sitja merina mína.
Taran er að verða 7 ára núna 30 maí en hún hefur ekki verið tilbúin í allan þennan pakka fyrren núna, var alltaf feimin og ekki hrifin af fólki og forðaðist fólk þar til núna fyrir tveim árum og þá byrjuðum við svolítið að vinna með hana en hún var engan vegin tilbúin, hinsvegar seinasta sumar þá var hún í girðingu með tömdu hrossunum og í hvert einasta skipti sem það var verið að sækja hest í girðinguna þá vildi hún koma með svo við sendum hana í tamningu með Sleipni hestinum hennar Addýsar núna fyrir mánuði.
Ég er búin að fá að heyra að hún sé rosalega þýð og yndisleg, að það sé ekkert í henni sem má kalla galla nema kannski það að hún er með tungubasl en það þarf bara að vinna í kringum.
Ég er að fara á hana á morgun… þeas ef farið mitt verður sæmilega snemma á ferð… annars prófa ég að sitja hana the first time á Páskadag… eg hlakka svo innilega til að sjá merina mína og geta loksins setið hross sem ég á í fyrsta skiptið í nokkur ár… en það að hafa ekki geta setið mitt eigið hross dró mikið úr áhuga hjá mér.
Ég fékk móðir hennar Taran í fjögurra ára afmælisgjöf en þá var hún þriggja vetra, ég man eftir því þegar það var komið með hana til mín, ég trúði því varla að ég ætti að fá að eiga hana því hún var svo falleg.
Við létum hana svo fyrir nokkrum árum en hún hafði bara verið notuð í undaneldi í nokkur ár þar sem ekki var hægt að sitja hana lengur, hún var með stuttar sinar í fótunum og heltist MJÖG auðveldlega svo það var ekki hægt að nota hana lengi en hún var hinn fullkomni barnahestur… ef þú sagðir við hana að það mætti bara fara út að hliði fór hún BARA út að hliði og það var ekki hægt að koma henni á stað nema að það væri búið að gefa henni leyfi fyrir því að fara… og leyfið VARÐ mamma eða ég að gefa ;)
Ég hef átt einn annan hest og það er Stormur sem ég fékk í fermingargjöf… ég sé endalaust mikið eftir honum en fyrri eigendur höfðu eyðilagt hann algerlega andlega séð.
Ég sat hann einu sinni fyrir alvöru en það var stuttu eftir að ég fékk hann og var í raun minn fyrsti og eini reiðtúr á honum en hann fældist í þeim reiðtúr og ég flaug af… brákaði mjaðmabein, nokkur rif og braut nokkra fingur.. lét það ekki stoppa mig og gekk við hliðina á honum þá þrjá kílómetra sem voru heim því hann þurfti á því að halda að vita að ég væri ekki reið við hann.
Ég elskaði þennan hest meira en allt annað, hann var alltaf vinalegur og blíður og ef aðrir reyndu að sitja hann varð ég að halda í tauminn á meðan farið var á bak en enginn gat í raun setið hann.
Ég fann ástæðuna fyrir því að hann var svona hræddur einu sinni þegar ég var að strjúka honum, hann var með fullt af örum eftir svipur og eitt sérstaklega ljótt og langt á annari mjöðmini, ég hef ALDREI verið eins reið og þegar ég fann þetta ör.
Þegar ég þurfti að láta hann þá hringdi dýralæknirinn í sláturhúsinu alveg brjálaður og lét mömmu vita að hann ætlaði að kæra okkur fyrir slæma meðferð á hestinum en þegar hann skoðaði Storm þá fann hann örin eins og ég hafði gert en eftir að það var útskýrt málið fyrir dýra þá sagði hann að það yrði farið betur ofaní þetta mál og skoðað fyrri eigendur.
Ég skil ekki hvernig fólk getur verið svona illt! Hvernig er hægt að meiða jafn blíðar skepnur og hesta?
Núna ætla ég bara að njóta augnabliksins og bíða eftir því að vita hvort farið mitt í sveitina fari seinna í dag eða hvort það verði í fyrramálið… ég vona að það verði í dag… langar einstaklega mikið að sitja Taran mína og fara í reiðtúr með Addýsi þegar hún fer á Sleipni sinn.
Kv. Taran (já ég kalla mig eftir merinni minni :P)