Aðalmálið er að safna honum saman á feti, nota fæturna þá mikið við það, ekki einungis tauminn. Nikka bara með taumnum og þrýsta með hnjám, kálfum og ef þarf, fótum. Þannig ertu að fá hann til að vinna meira með afturpartinn, þ.e.a.s. að þunginn hvílir ekki 70% á framhlutanum, reyndar ætti góður hestur á tölti að vera 70% á afturpartinum því það er afturparturinn sem gefur góða töltið ;)
Ég man ekki í augnablikinu hvernig sniðgangur er í rauninni, en krossgangur er held ég voða svipaður. Þá er gott að byrja við stuðning öðru megin við þig, kannski vera inn í gerði. Svo ef hesturinn kann að kyssa ístöð er þetta ekki jafnerfitt, þá færðu hann með léttu átaki á tauminn að sveigja sig til hálfs, ekki alveg að ístöðunum. Svo hveturu með fætinum sem snýr að stuðningnum, eða gerðinu í þessu tilfelli og heldur alltaf sveigjunni á hausnum á honum. Þá á hann að ganga með fæturna inn undir sig og framfæturnir eiga fara í kross yfir hvorn annan.
Þá er hann semsagt að ganga áfram, með hausinn sveigðann á hlið, en búkurinn má alveg vera í svona 45 gráðum miðað við gerðið, þarf ekki að vera beinn áfram.
Svo er líka hægt að láta hestinn ganga í 90 gráðu krossgang. Þá er gott að vera búin að kenna hestinum framfótasnúning, að víkja undan fæti og að fatta samverkandi taum. En það er ekkert endilega nauðsynlegt á þessu stigi ;)
Svo eru það baugarnir, það eru eiginlega bara fimiæfingar, liðka hestinn rosalega vel og geta lagað taumstífni ef rétt er farið að ;)
Þá ertu kannski inn í gerði og lætur hestinn gera krossgang, fara í volta(litlir hringir, fara í kringum sirka 1-2 metra), stærri volta, áttur og allskonar, bara það sem þér dettur í hug. Hestinum finnst langskemmtilegast að hafa þetta fjölbreytt og skemmtilegt fyrir hann. þetta má ekki vera endalaus vinna, líka skemmtun.
Það verður bara að hafa í huga að þú þarf líka að nota fæturna til að beygja hestinum, ekki einungis tauminn. Taumurinn er í rauninni bara hjálpartæki sem maður á ekkert að nota nema þegar það er nauðsynlegt. Gott er að venja hestinn við það að þegar maður þrýstir með öðrum fætinum, kannski vinstra megin, snúi mjöðmunum og efri skrokknum á sér á vinstri hliðina, að þá fari hann til vinstri, með minnsta átaki við tauminn!
Þannig fer hesturinn að fatta hvaða bendingar þú ert að kenna honum í gegnum skrokkinn en ekki tauminn. Svo ef hesturinn er orðinn góður í þesu gætiru farið að ríða honum á stallmúl eða án neins. Það er heavy gaman! =D
Svo er hægt að gera þessar fimiæfingar á tölti, brokki og jafnvel stökki! Allar nema kannski krossganginn. Hægt stökk í svona ágætlega stóra hringi er rosalega gott til að liðka bakið á hestinum. Svo er brokkið góð slökun fyrir hann og töltið er vinnan.
En það er bara um að gera að prófa sig áfram og það er ekkert endilega nauðsynlegt að gera þetta í geðri, einnig líka úti en þá kannski á ágætlega stóru svæði….
Muna bara…fjölbreytni, athygli á hvað hesturinn er að gera og alltaf muna að umbuna vel ef hesturinn gerir rétt, annars er enginn tilgangur fyrir hann að gera eitt né neitt….;)
Bætt við 16. apríl 2007 - 10:44
Já…og með spaðahnakka eða ekki, þá er betra yrir hestinn að vera með spaða ef manneskjan er frekar þung….ef það er bara eðlileg þyngd eða létt er gott að nota eki spaða….=)