Hæ Hæ…
Ég er í hestunum og hef reglulega skoðað þessa síðu og ég lendi stundum í svolitlu veseni eins og allir og ákvað bara að skrá mig inn og og fyrst margir hér virka rosalega klárir að biðja um hjálp ;)
Frænka mín vinnur við hesta en oft þegar hún er að reyna að útskýra eitthvað fyrir mér skil ég hana ekki alveg og kannski skil ég ykkur betur !
Ég hef oft heyrt fólk tala um að það sé rosalega gott að safna hestinum sínumá tölti eða eitthvað þannig.
Ég hef aldrei skilið það alveg. Hvernig safnar maður eiginlega hestinum sínum ? :S
Ég á 2 hesta ! Einn sem er aðalreiðhesturinn minn og svo annar sem er aðeins minna taminn en samt gott efni! Reiðhesturinn minn er oft rosalega bundinn og víxlar og festist oft alveg í lullinu !
Eru til einhverjar fimiæfingar eða aðferðir eða bara eitthvað til að bæta úr því ?? Hvernig kennir maður hestonum sínum það ?
Vona að einhver taki sér tíma í að svara mér :D