Mæli með því að finna bara einhverja í nágreni við þig sem kunna að járna og fá þá til að leiðbeina þér smá, ég fylgdist mikið með í fyrra og járnaði minn fyrsta hest síðasta föstudag, eða bara framlappirnar á hestinum mínum sem er ekki þæginlegt byrjendahross til að læra járningu, en ef það hefði misfarist illa þá hefði það verið minn hausverkur (og/eða helti í mínum hesti) næst tek ég fola á fjórða vetur hann gefur allavega upp lappirnar og leggst ekki á mann milli þess sem hann kippir löppinni úr höndunum á manni prjónar bara en það er hægt að redda því.. En ég elska að járna, fannst það geðveikt en ætla að fá mér skálmar áður en ég járna næst þar sem harðsperurnar og marið er farið að pirra mig smá núna…
Flest vitum við orðið hvernig hófurinn á að líta út ný járnaður, höfum einhverja skoðun á því hvernig hesturinn okkar á að vera járnaður og svo er það bara spurningin hvort maður sé laginn við að ná hófnum réttum og að negla rétt eða ekki.. Allavega held ég að klárinn minn sé óhaltur en það kemur í ljós á mánudaginn ;)
En ég veit ekki um neitt námskeið veit bara að ég lærði þetta af því að fylgjast með og fá smá leiðbeiningar og já það var tillt skeifunni fyrir mig þar sem ÓÞokki rífur löppina af manni við og við ef maður kann ekki alveg réttu handtökin..