Stytta hófana vel (mjög vel) að aftan og taka sem minnst af framhófunum í næstu járningu, jafnvel nota þyngingar eða léttari skeifur að aftan og/eða þyngri að framan, en oftast er nóg að járna á móti skeiði þ.e. stuttir hófar að aftan og stórir að framan, í raun á að járna flesta alhliðahesta þannig til að hafa stjórn á skeiðinu, hestarnir skeiða samt flestir alveg vel eftir þetta allavega ef þeir eru með miklu skeiði ;) En ef þessu er snúið við þá er þetta járnun gegn klárgengni og þá fer alhliðahesturinn allur í lull sem getur verið rosalega erfitt viðfangs, klárinn minn var vitlaust járnaður um áramótin, framvegis mun ég vera á staðnum þegar klárinn er járnaður ætla svo að læra að járna bráðum og gera þetta sjálf..
Varðandi taumstífni bara gefa og taka, gefa og taka, þ.e. taka í tauminn og slaka honum aftur þegar hesturinn svarar vera snögg að gefa honum umbun fyrir rétta svörun, eins hjálpar það gríðarlega ef þú getur fengið einhvern til að taka hann í tvítaum þá verður hann bara að hlýða. Eins að fara í gerði og ríða honum nánast án taumsambands taka bara í taum til að stoppa, kenna hestinum að lækka sig niður á feti svona léttir líka. Taumstífni er miskilningur gagnvart taumhaldi, það á ekki að þurfa að toga í hest, bara halda við og halla sér svo aftur, ef það virkar ekki þá kann hesturinn ekki 100% á beisli ;)
Sjálf fékk ég nett sjokk þegar ég áttaði mig á því að fullorðinn klár sem ég var talsvert á kunni nánast ekkert á beisli hlíddi bara óvart í rauninni rauk svo rosalega þess á milli…