Fyrst er það hann Drafnar sem ég var að keppa á um daginn. Eða reyndar í febrúar. Sem gekk bara vel. En hér er auglýsingin.
Mjög myndarlegur svartur foli á 6v til sölu. Alþægur, taugasterkur og elskulegur. Flott ganglag. Töltir heint með fallegum fótarburði, brokkar fallega. Verður rýmishestur. Efnilegur foli. Faðir Pegasus frá Skyggni, 1. verðl. Hrafnssonur. Verð kr. 400þús.
Svo eru það systur sem eru til sölu á ódýrt en báðar allveg mergjaðar. Eldri systirinn er undan honum Stakku frá Þúfu, sem er faðir Kvist hestsins minns. En allt undan honum Stakki er mjög fallegt og flest allt mjög litfagurt eins og merin. En það er mynd af henni hér í mynum á hestum. Hún er mest hvít en samt brúnskjót. Verulega falleg !.. En hér er auglýsingin um þessar tvær systur.
Sætt rautt merfolald undan Þrym frá Flekkudal, sem er albróðir Pytlu frá Flekkudal (var hæst á LM). Móðir undan ættbókarfærð undan Hervari frá Sauðárkrók.FVerð aðeins 25.000 Svartskjótt, blesótt meri á 3ja vetur undan 2 skjóttum. Vel ættuð, falleg og faxprúð. Verð kr. 100.000. Fínar fermingagjafir.
Svo eru fleiri hestar til sölu á http://www.icelandic-horses.is/
Ég sjálf myndi kaupa þessa undan Stakki því hún er allveg yndisleg í allastaði. En au'vitað er hún ekki taminn :Þ..
Ef þið viljið fleiri upplesingar hafið samband við
Björn Ólafs.
Upplýsingar:
Nafn: Björn Ólafs
Sími:
GSM: 895-7745
Netfang: bjossi@icelandic-horses.is
Langaði að segja ykkur frá þessu. Allveg einstakir hestar. ;)..
— Lilje