Reiðtúrinn sjálfur byrjaði alveg frábærlega, Jarpur hoppaði ekkert á hægu tölti og var bara frekar slakur og svona…
Svo leið á reiðtúrinn og hann varð auðvitað viljugari þegar við fórum að fara heim á leið og vinstri hendin á mér er ekki alveg búin að jafna sig eftir slysið á síðasta ári, hún er ennþá ekki eins sterk eins og hægri hendin…
Hann fór að verða of viljugur og þegar ég leyfði honum að fara á hratt tölt þá varð það eins og einhverskonar tölt-stökk hann bara hoppaði út um allt á þvílíkri ferð og ég bara með eina og hálfa hendi… ég fann að ég var að missa tökin og þá bara sleppti ég næstum vinstri taumnum og bara sveigði hestinum til hægri og ég missti annað ístaðið og Jarpur stoppaði ekki fyrr en eftir nokkra hringi…
Allavega… ég vil bara þakka sveigjustoppinu formlega fyrir :P
Með kveðju frá hestafríkinni…