Loksins er hesturinn minn að fara í tamningu en hann er að verða 6 vetra og það er 18 ára gamall strákur sem er að fara að taka hann að sér og ég er ekki að fara að borga hálfa miljón fyrir tamninguna, ég treysti þessum stráki alveg 100% þar sem ég sá hann keppa á bikarmóti vesturlands og hann sópaði öllum verlaununum að sér og hann var að keppa á hesti sem hann tamdi sjálfur. Hann er alveg taum, hnakkvanur og kann að teimast með, ég byrjaði aðeins á honum þegar hann var 4 vetra en hann vara bara svo lítill og vitlaus enþá svo ég hætti bara að vinna með hann en hélt honum en við með hnakk og beisli og allt það, byrjaði aftur á honum þegar hann var að verða 5 vetra en þá var hann orðin svo rosalega viljugur og þar sem ég er búin vera mamma hans frá því að hann var 3 mánaða þá þekkti hann mig of mikið og ég réði ekkert við hann. En þar sem hann er að fara í tamningu núna um helgina þá er ég alveg að pringa úr spennu um að fá að vita hvernig hann verður eftir að hann sé búin í tamningu. Þekki stelpu sem er búin að vera að temja pabba hanns og mér skilst að hann sé rosalega viljugur og skapmikill en er samt sem áður rosalega góður hestu og með alveg topp ganaga.
The carazed lesbian!