Það fer allt eftir gæðunum á hnakknum, og hvernig þér lýst á hestinn sjálf, en ég myndi líklega skoða málið og fá allavega að prufa hestinn ;)
En Ég tók reyndar við einmitt 7 vetra mjög stórum og fallegum hesti núna um daginn, sem átti að vera hrekklaus en fremur stressaður en núna er ég að senda hann í tamningu þar sem hann reyndist vera nokkuð hrekkjottur, stingur sér ítrekað í kyrrstöðu útfrá hræðslu en ekki illsku, en áður átti hann ekki að hafa gert neitt, en maður veit aldrei.. En sá hestur hefur alla takta í að geta orðið flottur ef hann hættir þessum stungum, pabbi er að semja við Leó Geir, þeir eru æskuvinir, um að taka hestinn í tamningu og vita hvort það sé eitthvað vit í honum annars verður farið með hann bak við hús og hann skotinn.
En hinsvegar er það fremur lítil tamning á 7 vetra hesti 1 mánuður, reyndar veit ég ekki hve mikið minn var taminn en hann er hágengur, kann krossgang og framfótasnúning, auk þess að teymast vel og kyssa ístöð svo hann hefur fengið einhverja tamningu en líklega aðalega innan 100% öruggs umhverfis, líklega reiðhöll var í einhverjum tamningarprófum hjá Félagi tamningarmanna fyrir 2-3 árum og hvefur ekki verið snertur síðan..
En skoðaðu málið, alltaf gaman af hestkaupum, en þau geta alltaf farið á báða vegu, en manneskja sem vill losna við hest getur átt það til að leyna hrekkjum og ósiðum hestsinns, skoðaðu hann bara með gagngrínu hugarfari og segðu okkur svo frá því hvernig fer ;)