Í dag þegar ég kom upp í hesthús, mætti mér sú sjón að sjá nýkastað fyl, andvanafætt þar sem það er að fæðast líklega um 5 eða 6 mánuðum of snemma, er ekki með tölurnar alveg á hreinu samt :(

Eigandi merarinnar var búinn að vera mjög spenntur fyrir komandi folaldinu, merin ver farin að fitna vel og allt virtist vera í stakasta lagi, en svo gerist þetta.. Annars þá var þetta brúnskjóttur, blesottur og sokkottur hestur eftir því sem við best sáum, undan skjóttum hesti sem var hér á Snæfellsnesinu í sumar en var svo seldur út um haustið, Blængur minnir mig að hann hafi heitið.

En veit einhver einhverjar hugsanlegar ástæður fyrir því að meri missi fylið eftir svona langan tíma? Ég ráðlagði eigandanum að hafa samband við dýralækninn, því svonalagað gerist varla 100% af sjálfu sér, en ég veit ekki hvað hann gerir, samt sorglegt :(

Hafið þið verið með fylfullar merar á húsi? Þetta er allavega fyrsta fylfulla merin sem ég umgengst á húsi..

Bætt við 17. febrúar 2007 - 21:56
Demit ruglaði saman hestum, þetta fyl var undan Skrúð frá Litlalandi.
-