Bara forvitni, á eigandinn eða sá sem tamndi hann það til að vera með svolítið hátt taumhald?
Allavega var ég með hest fyrir vinkonu mína sem hafði aldrei stokkið rétt fyrir þau en vandamálið var að hann þurfti mikið skýrari ábendingar. Þegar hesti er kennt eitthvað nýtt, þá þurfa allar ábendingar að vera skýrar og helst pínu ýktar til að hesturinn skilji þær örugglega.
Þú getur prufað þetta sem ég gerði við þann klár ef þú vilt..
Þá byrjarðu á að lækka taumhaldið all verulega, hafa það jafnvel of lágt og lokað, heldur aðeins við hestinn almennt í reiðtúr, en svo kemur að því að hleypa hestinum og finna rétt stökk, þá eru allar ábendingar ýktar allsvakalega, það er hallað sér frám eins og í kappreiðum, taumhaldið opnað og hækkað, jafnvel allt að því yfir eyrun og þegar hesturinn hefur brugðist rétt við er hægt að minka ábendingarnar..
En svo er það að slaka hestinn niður, fyrir mig hefur alltaf virkað lang best að fara í gerði og ná alltaf meiri og meiri slaka á tauminn, venja hestinn á að maður taki ekki í taum nema hann sé að gera eitthvað vitlaust, eða til að gefa vægar ábendingar sem hverfa um leið og hesturinn bregst við. Ef hesturinn brokkar þá slakar það hesta oft niður eins ef hesturinn fæst ekki til að feta á slökum taum er gott að byrja með aðstoðarmann sér við hlið.
Alltaf jafn pirrandi þegar hestar eru eiðilagðir með ofþjálfun tölts, ÓÞokki minn kunni bara tölt og stökk þegar ég fékk hann, en er með frábært brokk og skeið í dag eftir að hann lærði það, en þetta situr oft í þeim að þeir eigi bara að tölta og ekkert annað..
Bara vonandi að þetta nýtist þér eitthvað, en gangi þér vel með klárinn ;)