Eitill frá Hoftúnum, undan Brúnblesa frá Hoftúnum (sem er undan Ófeig frá Hvanneyri) og Hervarsdóttur.
Eitill er klárhestur á 7. vetri eftir því sem ég best veit, mjög stór, reistur og hágengur, vel taminn en nánast óriðinn að því sem mér finnst eftir þær 2-3 vikur sem ég hef haft hann (svolítið stressaður en passlega viljugur svo það er ekkert vandamál enþá allavega) Hrekklaus, teymist mjög vel, kann allavega afturfótasnúning og krossgang, víkur fyrir mér á alla kannta en virðist gera smá mannamun. Líklega er klárinn ekki full gangsettur, er ekki kominn með fullt jafnvægi á gangi.
Ástæða fyrir hugsanlegri sölu, hann er virkilega hræddur við fólk, nýkominn á hús eftir minnst 2 ára útigang, og fólkið hérna er ekki tilbúið að gefa honum tækifæri og auk þess þá hentar það mér ekki að vera með svona stóran hest til lengdar þar sem ég er rétt aðeins 152 cm.
Allt sem ég veit fyrir um verðmat á hestum er að mér var sagt af manni sem hafði hestinn minn á húsi fyrir 3 árum, að hann gæti selt hestinn á 300 þús á staðnum, en ég sagði nei. Þá var hesturinn ekki farinn að brokka né skeiða, ekki kominn í almennilegan höfuðburð né farinn að lyfta var bara talinn tiltölulega stilltur hestur og leit ágætlega út ;)
En allavega væri gaman að fá að vita eitthvað meira, jafnvel hvernig hesta þið hafið keypt á hve mikið eða eitthvað, hef ekki alveg áttað mig á þessum verðviðmiðum…
Bætt við 6. febrúar 2007 - 21:56
Oki, leiðrétting, nýjustu upplýsingar, hann er ekki hrekklaus.. Stakk sér í keyrrstöðu innan gerðis þangað til ég gafst upp og sleppti..
-