Jæja.. þannig er að ég hef afnot af einum rosa góðum hesti, eða það var hann allavega. Málið er að fyrst þegar ég fór á hann rauk hann eins og vitleysingur en það kom síðan í ljós að hann var með gadd greyið. Eftir það var hann bara alveg eins og draumur og gaman að ríða út á honum. En síðan hefur hann látið alveg eins og fífl undanfarin 3 skipti sem ég hef farið á hann. Hann byrjaði fyrst (þá í samreið) á því að reyna að rjúka með mig og láta illa af stjórn svo ég þurfti mikið að vera að taka hann í sveigjustopp og svona í þeim reiðtúr. í næsta reiðtúr (líka í samreið) var hann reyndar fínn alveg þangað til að beygja átti heim þá ætlaði hann að gefa í (án ábendinga um það) og ég leyfði honum það ekki þá henti hann mér af baki með því að prjóna og stinga sér síðan og ég af :-/ svo núna á mánudaginn þá ætlaði ég að fara smá á honum ein þá byrjaði hann á að vera frekar tregur frá húsi. Svo fór ég aðeins með hann í gerðið og svo ætlaði ég að fara í lokin aðeins á reiðstiginn og þá byrjaði hann á að hoppa til hliðar..síðan neitaði hann að fara áfram..svo skvetti hann rassgatinu tvisvar. Það sem ég gerði reyndar mjög vitlaust veit ég var að fara af baki eftir það og teyma hann heim… þar sem mjög langt er síðan ég var í hestum og var ég ein þarna og hreinlega þorði ekki að tuska hann til þarna ein og seint um kvöld og hesturinn bara vildir ólmur ná mér af! En síðan hefður maðurinn sem á hestinn farið á hann og segir að hann hrekki hann ekkert og sýnir enga kergju við hann en segist samt finna að hann sé mjög mikið búin að bæta í viljann síðan á seinast ári og skilji vel að ég þurfi kannski að halda vel við hann.
En málin standa allavega þannig núna að ég hef ekkert farið á hann síðan á mánudag því maðurinn hefur ekkert komist með mér á bak og ég kann ekki við að fara á hann ein, og vill líka að hann sjái hvernig hann lætur við mig þegar ég er á honum. En ég ÆTLA mér að fara á bak á honum aftur á morgun og var að velta því fyrir mér hvort þið hafið einhver ráð fyrir mig við svona kergju og virðingaleysi hans í minn garð???? Því þetta á víst að vera rosalega góður hestur sem hefur aldrei sýnt neitt áður og er orðinn 9 vetra og ég er ekki með of stíft taumhald á honum og ég var ekki að krefja hann um neitt þegar hann lét svona… var meira að segja í bæði skiptin meira og minna á feti.
Afsakið þessa ritgerð hérna, mig langaði bara að rekja söguna svo ég gæti fengið skýr og góð ráð frá ykkur til að nýta mér á morgun :)