Við ætluðum reyndar ekki að taka inn fyrr en eftir áramót en þar sem ég var að fá folald í dag fyrir hryssuna mína þá fór ég og sótti einn hest til að hafa hjá því…
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði, sjálf og með þeirri vitneskju um að ég væri að fara að sækja hestana :P
Ég fór í hestafötin og var í miðjum klíðum að borða morgnmat þegar afi kom og við fórum út á mýri þar sem hestarnir biðu okkar…
Faxi var bara rétt fyrir innan hliðið sem betur fer því þetta er afar stórt svæði með fjórum hólfum og stóru miðsvæði, ég fór bara, náði í Faxa og lagði á hann, sá svo að Perla var í “folahólfinu” (það er eki notað fyrir fola lengur, girðingar og skurðar eru ekki hestheld lengur) og hélt af stað þangað…
Þegar að Perlu var komið, leit hún ekki við brauðinu sem ég kom með og fór alltaf bara frá mér, ég prófaði allt, snúa sér með rassinn í hana, beygja sig og það allt, en hún var ekki hrædd við mig… hún var bara ákveðin í að láta ekki ná sér…
Eftir margar, margar tilraunir kom afi til mín (hann er með ónýtar mjaðmir og getur varla labbað, hvað þá hlupið) og við reyndum að ná henni saman, það gekk ekki, þá fór ég á bak og rak Perlu inn í horn en hún slapp, svo að ég gerði það aftur, ég þekki þessa hryssu og vissi að þegar hún færi að verða þreytt og sæi að ég myndi ekki gefast upp, þá myndi hún gefast upp, og það gerði hún og við náðum að beisla hana og ég teymdi hana á Faxa heim í hesthús, mjög hægt því þarna voru þau bæði orðin þreytt og voru afar löt…
Með kveðju frá hestafríkinni…