Folinn minn var taminn 3 vetra, en það var bara af því hann var bráðþroska og við fengum vitlausar upplýsingar, annars þá er það oftast ekki sniðugt þar sem hestarnir hafa ekki nægan þroska, þeir þurfa að fá tíma til að vera ungir og leika sér smá og klára að taka út vöxt og þroska, við sendum ekki litla krakka í vinnu er það? Eða okkur finnst það allavega ekki réttlátt ;)
En ég hef lesið útlenskar sögur þar sem einhverjir voru að ríða út á 2 vetra folum svo stærri hestarnir eru líklega tamdir fullungir, annars held ég að þetta sé ekki sniðugt.
Annars þá heyri ég mjög sjaldan um þetta, en hef samt séð mynd af lítilli stelpu sitjandi á 3 mánaða folaldi, það var í blaði um dagin man ekki hvaða, man ekki hvað stelpan var gömul allavega nógu ung til að mér finnist þetta of mikil áhætta..