Það þarf nú ekkert að vera það nákvæmt að þú þurfir að mæla hestinn, ef þú veist að hann er með frekar lítinn haus þá er auðvelt að slumpa bara á þetta ;)
Sambandi við höfuðleðrið þá þarftu ekki að pæla í stærð, þau eru öll þannig útbúin að það sé hægt að stækka og minnka þau, og ef það er ennþá of stórt í innsta gati þá er ekki mikið mál að bæta við gati :) Þannig það er aðallega mélið sem þarf að pæla aðeins í stærð.. Man nú ekki í augnablikinu hvað meðallöng mél eru í cm, en ég myndi þá kaupa aðeins styttri en meðallengdina bara ef hesturinn er með lítinn munn líka.. svo get ég ekki ímyndað mér annað en að vinur þinn geti skipt þeim ef hann sér að þetta er ekki rétt stærð áður en hann prófar. :)
Annars finnst mér þetta mjög skemmtileg gjöf hjá þér, er einmitt að hugsa um að gefa einni manneskju eitthvað svona líka ;)