En ég fæ alveg rosalegan leiða á öllu í kringum mig, eyrðaleysið að drepa mann, því hestarnir eru orðið nánast allt mitt líf! Kannski svo litil breyting þegar ég var orðin vön að fara á um 6-7 hross á dag í sumar og fæst þeirra mikið tamin, sum jafnvel nánast ótamin. Þá er dagleg hreyfing hérna orðin engan vegin nóg fyrir mig til að halda mér rólegri.. Hvað gerið þið á haustin, þagar hestarnir eru en á beit?
En núna einhverntíman í næstu viku líklega, fæ ég far fyrir hestana mína hingað, búin að fá hagagöngu þangað til tekið verður inn og ég er búin að gefast upp á þessu, ÓÞokki verður tekinn aftur í notkun um leið og hann kemur og hver veit nema maður snýkji járningu á folann líka, það munar ekkert miklu hvort ég tek hann fyrir núna eða eftir áramót, ég sakna þeirra bara of mikið *dæs*
Sakniði líka hestanna á haustin eða eruði svo heppin að hafa hesta á húsi eða í notkun á haustin líka?
-