“Hestamaður lætur lífið á Suðurlandsvegi
Banaslys varð um kl. 21:00 í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum, skammt austan við Selfoss. Þar varð maður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að klippa hann út úr bílnum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi”

SORGLEGT