Úff.. Svona kergja getur verið hundleiðinleg, en ef þú kemst í gerði þá getur verið gagnlegt að fara nokkra hringi í gerðinu, slaka aldrei á gagnvart hrossinu, halda eins miklum aga á henni og þú getur, æfingar eins og kissa ístöð svegjustopp og bakka hjálpa oft mikið til =Þ
En til að byrja með gæti borgað sig að teyma frá húsi eða fara með öðrum, aldrei láta hana beint inn (eða út í haga) ef hún lætur illa, fara bara í gerðið eða í enhverjar æfingar ef hún gefur sig ekki. Í reiðtúr getur borgað sig að fara jafnvel fram og til baka þ.e. stoppa snúa við fara 2-10 metra og snúa aftur við, stoppa fara hring á staðnum og svo aftur af stað, kenna henni þannig að hlusta á þig undantekningalaust.. og já á svona hross borgar sig að vera með písk og nota hann ef hrossið hlýðir ekki =Þ Fékk lánaða svona kergjubykkju einu sinni þetta átti að heita barnahestur en prjónaði bara og snéri og fékkst ekki frá húsi..
En það þarf bara mikla hörku og þolinmæði og þá geta þeir orðið fínustu hross..
Þegar hrossið hefur náðst frá húsi verður svo að reyna að láta hrossið hafa gaman að reiðtúrnum, fara frekar oftar og styttra, þó ekki oftar en einu sinni á dag..
Annars borgar sig oft að fá sér vanari mann til að tukta svona stæla úr hrossinu ef hún nær þér oft af sér, en gangi þér vel =Þ