Með kveðju frá hestafríkinni…
Lónsering....
Jæja, nú fer að líða að því að ég hugsi um að taka inn Mána minn og byrja aðeins að þjálfa hann, athuga hvernig hann er staddur með spattið, hann hefur nú verið í hvíld í eitt og hálft ár. Mig langar að byrja þjálfunina á léttri lónserun en málið er að hann lónserast ekki. Ef ég reyni að lónsera hann þá bara stoppar hann, bakkar, og SPARKAR!!! ég hef verið að lónsera áður, aðra hesta og það gengur yfirleitt mjög vel svo ég held að þetta sé kannski eikkað í fortíð hans en ég var að pæla hvort þið hefðuð einhverja hugmynd hvað ég gæti mögulega gert…….