Ég prófaði Hrímnir og fannst hann góður. Prófaði svo Benny's Comfort og fannst allt í lagi, þyrfti kannski að prófa hann aftur. Svo er ég búinn að prófa einhvern hnakk úr hestagallerý sem var vonlaus (hann passaði mér bara ekki) Ég hef heyrt að tamningarmenn nefni oft Ástundshnakkana og finnist þeir bestir, svo hef ég líka heyrt að Benný's séu bestir.
Auðvitað er þetta smekksatriði en væri gaman að fá smá innsýn í hvaða hnakka fólk er með og þeirra reynslu af þeim. Og kannski líka hvað það er sem maður á að hafa helst í huga þegar hnakkur er valin.
p.s Ég er að tala um hnakk til almennra útreiða og langra ferðalaga (5-14 daga)
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.