Jæja hestahugarar og aðrir snillingar.
Nú er sumarið að bresta á með öllum sínum gænu grösum, góðhestaferðum og að sjálfsögðu hinu óumræðilega skemmtilega sumarfríi.
Eins og svo margir aðrir hugarar er ég námsmaður og fæ því sumarfrí frá náminu um þriggja mánaða skeið. Fríinu hyggst ég eyða á heimaslóðum þar sem ríkir stoupult samband við veraldarvefinn og þar með huga.is.
Ég sé því fram á að geta lítið fylgst með ykkur næstu mánuði og vildi hreinlega vera svo kurteis að segja ykkur fá því til að skapa ekki óþarfa örvæntingu vegna óútskýrðs hvarfs míns af svæðinu.
En ykkur til huggunar lofa ég að stunda hestamennsku af krafti í fjarveru minni og beita hinum ýmsu aðferðum hvaða ágæti hér hefur verið predikað af þeim sem mér vísari eru. (ef einhver skyldi ekki skylja þýðir þetta að ég mun nota þær aðferðir í reiðmennsku sem hestahugarar segja að séu góðar)

Kveð því að sinni
-dinni