en vá, ég er komin út fyrir efnið :P ég ætlaði að tala um firmakeppni……
ég semsagt er (vonandi) að fara að keppa á firmakeppni hvolhreppsdeildar….. á hesti sem ég hef aldrei séð!!!
Ég komst að því í gær (miðvikudag) að ég á ekki hest til að keppa á….. hryssan mín er bara ekki tilbúin því ég hef ekki haft nógu mikinn tíma til að vinna kergjuna úr henni (sem btw er að heppnast mjög vel :D)…….. og svo er hinn kosturinn sem ég hef ekki góður…… sá hestur var besti keppnishesturinn minn en nú lullar hann bara og lyftir ekki neitt……
Þannig ég var búin að ákveða að vera bara á hliðarlínunni með myndavélina og ná góðum myndum….. en heyrðu! kom þá ekki pabbi gamli góði og sagði að hann væri búin að tala við kall og að kallinn ætlaði að tjékka hvort hann ætti hest handa mér…… og viti menn!! ég er að fara að prófa hestinn á morgun! og keppnin er á laugardaginn!!!
Ég var reyndar var að hugsa….. ég er sko að fara að keppa við stelpu kallsins og það getur ekki verið að hann færi að láta mig hafa hest sem er betri en hestur dótturinnar þannig……. en ég veit að hann myndi aldrei láta mig hafa einhverja bykkju :)
En já….. bara wish me good luck ;P
Með kveðju frá hestafríkinni…