Úff.. Kannast við þetta, í fyrstu reiðtúrum vetrarinns gerði Þokki þetta, þá reyndar til að komast upp úr snjónum… og margir aðrir óþjálfaðir hestar hérna, þegar ég hef verið að hreyfa fyrir aðra..
En mér hefur alltaf reynst best að þegar hesturinn beygir í þá áttina, að láta hann bara beyja og taka nokkra hringi og halda svo áframm, fæstir hestar nenna að fara marga hringi og hætta þessu svo ;Þ
En er þetta bara til vinstri? Hmmm.. Er nokkuð langt síðan hún var síðast röspuð? Var með hest fyrir löngu sem beygði stundum hreinlega ekki til vinstri nema með því að skvetta eða setja upp krippu um leið… Þá fleygði maður honum bara í nokkra hringi og hann gaf eftir.. En það eru svona 90 % líkur á að hann hafi verið með gadd, bara einginn í sveitinni sem gat raspað fyrir okkur…
Svo nátla að halda henni altaf sáttri í reiðtúrum, ná henni helst alveg sáttri heim, þá verður hún líklega viljugri frá húsi en áður..
En í hve góðri þjálfun er hún? Ef hún er í lítilli þjálfun þá venst þetta líklega af henni þegar hún kemst í form..
Þú getur líka farið nokkra hringi í gerðinu áður en þú ferð af stað, eins snúið við sjálf, helst til hægri fyrst hún fer til vinstri sjálf og fara 100-200 metra og snúið aftur við og haldið áfram, þá lærir hún að áttin heim þýðir ekki að hún sé “sloppin” þann daginn ;Þ Sjálf geri ég þetta mikið í reiðtúrum, fer líka með öðrum og ven hann á að geta svo farið frá hópnum og farið aðra leið ;Þ
Láta hana stöðugt vita að það ert þú sem ræður, ef hún víkur frá pollum, þá stýrirðu henni beint ofan í þá, ef hún eykur hraðann þá hægirðu hana niður, ef hún hægir þá rekurðu hana áfram.. Kergja er í raun vist virðingarleysi í klárnum, svo allar hlýðniæfingar geta hjálpað, kyssa ístöð, sveigjustopp (þá meira í þá átt sem hún vill síður snúa í) og bakka en vissara er að fara varlega í bakkgírinn meðan hún fer varla frá húsi…
Eins.. Ef þetta er alltaf til vinstri.. Geturðu verið með pískinn í vinstri hendinni ;Þ Ef þú notar nasamúl getur verið að hann angri hana og þá er hægt að prufa að nota enskann reiðmúl eða krossmúl með lausri nefól ;Þ Klárinn minn slaknaði talvert þegar ég skipti um múl, en hann var reyndar bitinn undir hökuna svo nasamúllinn nuddaði upp sárið.. Ótrúlegt hvað klárinn hefur samt slasað sig mikið í vetur… Fláði svoldinn blett af enninu, undir hökunni, svo nokkur sár á afturlöppunum til blóðs og svo náttla múkkið.. Held ég verði að fara að setja hann útfyrir gerðið, svona ef hann á að verða keppnisfær ;Þ
Hmm.. þú baðst um allt sem okkur ditti í hug, það var eitthvað meira.. Já.. Það gæti líka virkað ef hún er mjög þrjósk að setja stangir eða hálfstangir uppí hana ;Þ En þá held ég að ég muni ekki fleiri ráð ;Þ Enda er þetta að nálgast grein í lengd ;Þ
En gangi þér vel að ná kergjunni úr henni ;Þ