Það kemur hvergi framm að hesturinn sé erfiður í beisli, Ef þú pælir aðeins í aldri hennar, 12 ef ég man rétt, þá efast ég stórlega um að mikil beislisvandamál séu til staðar, eftir því sem ég las þarna þá vill hún prufa þetta til að reisa klárinn aðeins, sjálf hef ég notað stangir og er að fara að setja stangir upp í hestinn minn á eftir, þá til að lenda ekki eins mikið í rokum og reyndu ekki að segja mér að það virki ekki að nota stangir til að aga hrossið! Klár sem alltaf var notað stangir uppí var ekki fyrir óvana en hrekklaus, þegar skipt var yfir í hringamél versnaði hann um helming, í síðasta skiptið sem ég fór á hann þá misti ég hann í roku og hann henti mér að lokum á harðastökki, ef ég hefði verið með stangirnar þá hefði ég getað tekið smá á honum og hann hefði stoppað! En það næsta sem ég heyrði þá hafði eigandinn látið skjóta hann.
Hún er að leita að upplýsingum um það hvernig hún eigi að nota stangir, suma hesta þarf einfalldlega stangir uppí og btw ef keðjan er rétt fest þá eiga stangirnar ekki að skaða hestinn neitt! Um helmingur þeirra sem ríða út í hesthúsunum hjá mér nota stangir og ekki eitt einasta hross hefur meiðst í munni vegna stanga! Minn var reyndar bitinn illa svo ég gat ekki notað stangir, keðjan hefði nuddað upp sárið, hann þoldi ekki einu sinni venjulegan nasamúl..
En sry sumir hestar þurfa stangir! Sérstaklega þarf yngri kinslóðin í hestamennsku oft að nota stangir þar sem sökum aldurs og jafnvel hæðar þá virða hestarnir þau ekki og þau hafa oft ekki aflið í að hægja niður rokuhest, þá geta stangir gert gæfu muninn ;Þ