Hmm.. Fyrst þarftu að láta þig hafa þetta í smá tíma, koma honum í ágætis form, þá kemur viljinn oftast, ef þú getur lónserað hann þá er það fín æfing til að kenna honum almennileg viðbrögð við hvatningu, þá verður að passa samt að hvetja hann ekki of mikið því þá verður hann ónæmur fyrir hvatningu..
Snöggir sprettir með feti á milli gera sitt, eins það að vera með öðrum, svoldið eftir á og leyfa hestinum að ná hinum, ekki fara of langa túra, klappaðu honum og leyfðu honum að feta á milli, fet = hvíld, og svo ef til vill þá kann klárinn ekki harðastökk, ég var með þannig klár um daginn og svo var hann þyngdur að aftan, 10 mm skeifur og það kom allt í 2-3 reiðtúrum.
En ef þú virkilega vilt koma vilja inn í hann og ekkert annað dugar þá geturðu prufað kraftfóður sem heitir Þróttur, það fer svoldið í hausinn á hestinum en eflir talsvert viljann, en það þarf að passa vel uppá að gefa ekki of mikið af því og ef klárinn verður geðillur eða verulega erfiður þá verðurðu að snarminka fóðrið strax…
Klárinn minn var nokkuð viljugur en enginn ofsi samt byrjaði að grennast og var settur á kraftfóður svo hann gernntist ekki of mikið en í dag er hann svo ofsa viljugur að það eru fáir sem ráða við hann þó hann sé hættur á fóðrinu.. En munurinn á viljanum var rosalegur og klárinn var viðþolslaus af hreyfigleði svo þetta verður að nota í hófi..
Hvað er hesturinn annars gamall?