Tryppið mitt, hinn 4 vetra gamli Strákur, tók uppá því í síðustu viku að stökkva alltaf upp í jötuna, hann er bundinn á bás og áður hafði hann oft slitið spottann, ég hef prufað að stytta talsvert í spottanum en áfram djöflast hann aftur með framlappirnar upp í jötu, ég hef tekið eftir því að skeifurnar eru farnar að losna og hef talsverðar áhyggjur af því að hann rústi á sér frammlöppunum að lokum, hann losar sig yfirleitt sjálfur áður en ég kemst að honum.. En klárinn er með svo rosalega fótaliftu undir sjálfum sér að hann nær alltaf að komast upp í aftur, afhverju gerir hann þetta? Getur það verið eitthvað eyrðarleisi eða eitthvað?

Ég áhvað í gær að svissa klárunum mínum en ég tel að merin hafi verið eitthvað að kúga hann en ég veit samt ekki hversu sniðugur hinn stallurinn er þar sem þeim var svissað fyrr í vetur til að forða honum frá klárnum sem er þar við hliðiná, enda voru bara slagsmál þegar það var kominn hestur sem gat tekið almennilega á móti við hliðiná ;Þ

En hvernig get ég vanið tryppið af þessu?
-