En svo var mér bennt á þetta og ég hef verið að reyna að fita hann síðan en samt hefur hann hrunið svona niður, þetta er fyrsti veturinn sem ég er sjálf með hann á húsi svo ég veit ekki hvort þetta hafi gerst áður, en þar áður var hann alltaf á útigangi..
Í dag fær hann alveg helmingi meira en allir hinir hestarnir, er á fóðurbæti, hnokka, en reyndar þá kláraðist pokinn og ég fæ meira sent á morgun, en á miðað við stórann íslendskan hest, finnst mér mjög óeðlilegt að vera með stuttagjörð og vera í síðustu götunum..
Hann fékk orma sprautu í janúar og við áhváðum að gefa fljótandi til öryggis um daginn, svo líklega eru það ekki ormar, en hvað getur verið að? Hestur á mikilli gjöf, 12 kíló á dag og en grennist hann!
Hvað á ég að gefa mikið af hnokka? Hvað gæti verið að? Klárinn er svo ofan á allt múkkgjarn, svo það verður að passa uppá fóðurbætinn..
Hafiði verið með of granna hesta? Hvað gerðuði þá? Er eitthvað vel fitandi sem er hægt að gefa honum sem veldur ekki miklu múkki?
-