Það var geðveikt rok á Hellu (eins og venjulega og hesturinn minn hann Blesi er ógó góður í roki sko…. hann verður svo viljugur og verður bara yfirhöfuð betri í alla staði……
Ég man nú ekki hvað við vorum margar (já það voru bara stelpur) að keppa en ég held að við höfum verið 12-13….
Ég var svona í rólegheitum að hita upp meðan barnaflokkurinn keppti en svo sá ég allt í einu að unglingarnir voru komnir inná… ég náttla flýtti mér eins og ég gat því ég vildi ekki vera sein inná en þá kom í ljós að það voru 7 inná í einu og ég einmitt númer 8….. hversu heppin getur ein manneskja verið???
Svo fór mitt holl inná en það var ein stelpan sein og við biðum eftir henni í svona 5 mínútur, bara hringsólandi á feti inná vellinum…… svo þegar þessi stelpa kom ekkert byrjuðum við bara að keppa….. og btw… það heyrðist ekkert í hátölurunum útaf roki……
Mér gegg bara vel að keppa og Blesi var góður, hæga töltið var hreint og yfirferðin stöðug og hröð…….
Ég komst ekki inn í B-úrslit…….
það voru 5 í B- og 5 í A-úrlsitum….. það skilur eftir 2-3 stelpur, ein að þeim var sú sem mætti ekki á réttum tíma en hún fékk að fara bara beint inn í B-úrslit…… þannig að það var bara ég (og kannski ein önnur stelpa) sem fékk ekki að vera með í neinum úrslitum…… soldið svekkelsi sko…..
Og enn meira svekkelsi var það að þessi stelpa sem kom of seint hún sýndi bara brokk og var geggt ömuleg (eða svo er mér sagt, ég horfði ekki á)….. þannig að það er soldið ömó að vera í neðra sæti en stelpa sem sýndi bara brokk… bara af því hún kom og seint!!
Ég var að pæla hvort á að gera þetta svona…. verðlauna þá sem koma of seint svo það bitni á þeim sem voru betri??? mér er spurn……
Með kveðju frá hestafríkinni…