Ah.. Þannig.. Þá stekkur hún ekki rétt ;D Þá verðurðu að láta hana stökkva upp brekku, þá verður hún að stökkva rétt, en ef það er skeiðið, þá er það bara staðreynd að hægt skeið kallast lull og þá er hesturinn hastur, þá verður bara að koma henni hraðar eða toga aðeins í og láta hana skipta um gang ;Þ
Bara passaðu þig að gera það ekki mikið niður brattar brekkur, vegna þess að þá getur hesturinn kippt á móti svo kröftuglega að maður flýgur frammaf, minn var fljótur að læra það, ekkert sniðugt ;Þ
En ef þú hefur áhyggjur af því að þú sitjir ekki rétt, þá geturðu prufað að fara smá berbak, helst innan gerðis og þá kemur jafnvægið í hnakknum fljótlega talsvert betra ;Þ En bara vera varkár, sumir hestar skilja ekki skipannirnar nógu vel þannig. Ég lenti reyndar í harðastökksroku innan gerðis á mínum, fyrir um 2 mán, er en hissa á að hafa ekki dottið af ;Þ Eins ef hrossið er órólegt gagnvart því að þú farir berbakt, þá geturðu farið fyrst, inni í stíu eða á stalli hvort sem er, þar getur hrossið ekki gert mikið af sér ;Þ Er sjálf alltaf að því með nánast ótamið tryppið mitt, eða það er að verða tamið núna reyndar ;Þ