En svo var vinkona mín að suða um að fara á bak, og ég samþykti að lokum að hleypa henni á bak en bara í gerðið þar sem ég vissi ekkert hvort hún myndi sitja hann á harðastökkroku ef illa færi, sem hún hefði ekki. En ég fór aðeins smá hring fyrst og var eftir það viss á því að þetta gæti ekki gengið upp. Hesturinn var í sínu versta skapi, sýndi sitt hastasta brokk og rauk, og eðlistöltarinn neitaði alfarið að tölta, ætlaði að rjúka á spottann á reiðvellinum og ég rétt náði honum góðum til að fá hann á tölt heim aftur.. En ég vildi ekki valda henni vonbrigðum og sagði henni hvernig hesturinn væri og sagðist teyma hann fyrsta hringinn og svo myndum við bara sjá til…
Ég teymdi fyrstu hringina og sá náttla um leið að hún var gjörsamlega byrjandi.. Þurfti ítrekað að leiðrétta taumhaldið og svoleiðis.. En svo sleppti maður en labbaði bara með…
Ég ætlaði ekki að þekkja klárinn aftur.. hann drattlaðist varla úr sporunum, og það spurði einhver hvort ég ætti ekki písk. Ef ég notaði písk í reiðtúr, þá væri ekki sénsinn að hann myndi hlíða, hann myndi bara rjúka því hann hefur alltaf verið sturlaður af hræðslu við pískinn. En hann var eining kominn með höfuðið næstum niður í jörð… Ótrúlegt.. Svo þegar ég fór út úr gerðinu ætlaði hann ekki að fást til að fara hringinn með hana…
Mér hefði alldrei dottið í hug að hann ætti þetta til í sér, reyndar nenni ég ekki svona hestum en að geta sett algjörann viðvaning á bak og hann bara fetaði og hæg- skeið, brokk og tölti.. Þ.e. að mínu mati kom hann fram við hana eins og algeran fávita ;Þ
En svo vildi hún fara hraðar, en hann neitaði.. Svo ég hljóp með honum og fékk hann þá á aðeins hraðara skeið, samt innan við milliferð, og hún lagði ekki í meira því henni fannst hún vera detta af baki… Þetta bara kom mér bara svo rosalega á óvart að ég varð að deila þessu með ykkur…
-