Ég veit að ég var soldið hörð við crossarann og stend við mitt að þeir eiga að halda sér annars staðar en reiðvegunum.
Ég hef mínar ástæður. Síðastliðin 4 ár höfum við hestamenn á Selfossi átt í kasti við “crossara” (Þið megið ekki keyra ekta crossara fyrr en þið fáið bílpróf, annars eru þið að keyra skellinöðrur) sem spóla upp vegina og eru inní hverfunun. Mest af þessu gerist á sumrin og á haustin. Einstök tilvik um hávetur. En comon! Sumt fólk er með hross inni allt árið og það er alveg óþarfi að nýta sér fámennina í húsunum til þess að keyra þar um.
Svo er einn fjórhjólamaður sem sést reglulega í húsunum. En hann hefur aldrei náðst. Löggan finnur hann ekki. Alveg sama hvað ég og aðrir lýsa honum vel fyrir löggunni. Hann er svo lummó að það er ekki eðlilegt.
Keyrir upp í hverfi, brunar í nýja völlinn í myrkri (atvinnumenn og aðrir ríða þarna um á kvöldin!!) og svo beint inní hverfi. Ég er nokkrum sinnum búin að keyra á eftir honum til þess að reyna á ná tali við hann. Og löggan brunaði á eftir honum eitt sinn á löggubílnum yfir á reiðveginn til þess að ná honum. En löggan festi bílinn sinn í drullunni.
Lögreglan í dag segist vera að rannsaka þetta og biður alla hestamenn á selfossi sem verða vör við hann hafa endilega samband við lögregluna.
Og að sjálfsögðu ef maður verður var við “crossara” og snjósleða tala við lögguna. Hún gerir sko margt fyrir hestamenn.