Núna verður maður aðeins að monta sig af geðslaginu í tryppinu mínu, honum Strák, hann er 4.vetra og var járnaður í gær í fyrsta skipti og stóð bara svipað vel kyrr og vel taminn hestur, með rólegustu hrossum í járningu sem ég hef séð… Ótrúlegt…

Er einhver með tryppi undan Tvisti frá Krossi eða einhverjum öðrum undan Gauta frá Reykjavík? Er að nefnilega spá hvaðan geðslagið í Stráksa komi…

Eldri hesturinn minn, Þokki er sérvitur og gefur bara sumum upp lappirnar og á það til að neita því alfarið eða lemja löppinni skyndilega niður… En ef hann þekkir manneskjuna eða manneskjan er með mjög fagleg vinnubrögð er hann skyndilega bara ljúfur sem lamb… Þ.e. bara mislyndi og óþolinmóði gæðingurinn…

En hvernig eru hestarnir ykkar í járningu?
-