Jæja, nú eru áramótin yfirstaðin og mestu sprengingarnar og hávaðinn sem fylgir flugeldunum… Var allt í lagi hjá hestunum ykkar sem eruð búin að taka inn?
Ég er með hestana mína í Hafnarfirðinum sem er svona ágætlega staðsett aðeins frá mannabyggðum, en ég vaknaði nú samt á nýársdagsmorgunn við að frændi minn hringdi þegar hann var mættur upp í hesthús, því þá hafði einn hesturinn minn trompast og komist út úr stíunni sinni og hálfa leið inn í aðra stíu.
Við erum nefnilega með svona djúpar stíur og rimla sem þeir setja hausinn í gegn og éta af ganginum, og hann náði semsagt að koma frampartinum í gegn um rimlana en stoppaði á mjaðmabeinunum hjá náranum og var pikkfastur þannig. Við hringdum á neyðarlínuna til að tékka hvort við gætum útvegað svona klippur eins og slökkviliðið notar til að klippa bíla, en fengum tvö lögreglumenn með járnsög og svo dýralækni sem gaf honum róandi. Svo söguðum við rimlana í sundur með tilheyrandi látum og neistaflugi til að losa hann. Hann bjargaðist og það virðist ætla vera í lagi með hann, hann er dáldið stífur og örugglega með harðsperrur, dýralæknirinn sagði að hann fengi líklega blóðtappa þar sem rimlarnir þrengdu svo að honum, en það jafnar sig fljótt.. við kíktum á hann áðan og hann er ekkert haltur eða neitt sem betur fer :)
Þessi vandræðagemsi heitir Feykir og er Hrafnssonur undan Hrafni frá Holtsmúla, minnir að hann sé 8 vetra núna, var óttalega styggur og hræddur við allt fyrst þegar við fengum hann en hefur fullorðnast svakalega undanfarið ár, og mér finnst hann algjör hetja hvernig hann tók á þessu máli eftir að hann kom sér í þessa klípu. Hann gerði sér greinilega alveg grein fyrir því að hann gat ekkert gert sjálfur og treysti okkur alveg til að losa hann.