Vorum að hjóla tveir ofan af Sandskeiði á malarveginum, ofan við Rauðavatn þegar við komum að bíl sem er stopp útí kanti og við hann standa maður og kona. Félagi minn fer framhjá og ég ætla á eftir en þá er konan komin útá miðjan vegin og tekur þar möl í hendina og grýtir í mig þegar ég fer framhjá. Ég sá mig knúinn til stoppa og tala við fólkið enda frekar illur. Og spyr hvað þetta eigi að fyristilla. Þá segjir hún að við fyrirstillum hestana, en takið eftir því að þarna voru engir hestar!! Og meðan við tölum saman þá sparkar maðurinn í hjólið mitt. Og þau hóta að hringja á Lögregluna.
Ég spyr: Hafa hestamenn einhvern rétt að haga sér svona?