Sæl, hvað ertu gömul og hvað er langt í að þú fermist? Og værirðu ein að standa í þessu eða með einhverjum öðrum? Svo væri gaman að heyra hvað þú ert með mikla reynslu. :)
Ég mæli eindregið með grein sem var birt á Eiðfaxa-vefnum um hvað skal hafa að leiðarljósi þegar á að kaupa hest og svo einnig gróft kostnaðarmat.
http://eidfaxi.is/kompan/Þú skalt samt passa þig vel á að festa ekki neinar tölur. Það getur alltaf eitthvað komið fyrir eins og ef hesturinn veikist, þá þarf að eyða fleiri þúsundköllum en ella.
Svo er mjög erfitt að segja til um hversu erfitt er að standa í þessu. Ef þú ræður illa við hestinn er þetta virkilega erfitt, en ef allt gengur sem skyldi er eins og lífið leiki við þig.
Svo spilar líka inn í hvort þú ert ein eða ekki eða hvort þú mokar út eða gefur einhverntímann. Bílprófið skiptir líka sköpum ef maður býr langt í burtu frá hesthúsunum.
Og það sem ég mundi mæla með er að fá einhvern sem vinnur við að selja hesta fyrir aðra til að leita fyrir þig. Það er kannski ódýrara að kaupa frá Jóni út í bæ, en ef eitthvað kemur fyrir er erfiðara að fá að skila eða fá annan hest í staðinn.
Ég keypti minn hest í gegnum millilið, og þó ég hafi eflaust borgað meira fyrir hestinn þannig þá þýddi það að ég þurfti ekki að standa í þessu brasi sjálf og ef mér líkaði ekki hesturinn þá lét ég bara vita og beið þar til annar sem kom til greina var fundinn.
Einnig er alveg ómetanlegt ef maður þekkir einhverja sem eru með hesta í grenndinni. Vinkona mín er í húsinu við hliðina á mér og ég hef kynnst fólki í gegnum hana svo ef eitthvað kemur upp á er ekki erfitt að spyrja spurninga eða biðja aðra um að hjálpa sér. Ef þessa fólks hefði ekki notið við þegar hesturinn minn veiktist nýlega hefði ég örugglega farið á taugum. ;)
-Shimo