Helgi Sigurðsson, dýralæknir
Spatt er langvinn, þurr bólga sem kemur í smáliðina fyrir neðan hækil. Brjóskið í liðunum smáést í burtu og í kjölfarið fylgir aukin beinmyndun, sem stundum grípur yfir á beinhimnuna innanfótar eða framan á liðnum. Spatti fylgir oft helti, en hestar geta verið einkennalausir.
Tekið úr Hestaheilsa, mjög góð og fróðleg bók sem allir ættu að lesa.
Hækill er stóri liðurinn á afturfótum þar sem lærið endar og “sköflungurinn” tekur við. Beinhimnan liggur utan um beinið og vex með því. Þú hefur kannski heyrt um beinhinmubólgu sem hrjáir sumt fólk, sérstaklega þá sem ganga/hlaupa mikið á hörðu.
Hross sem eru spöttuð eru stirð í afturfótaliðunum en það lagast oft með hreyfingu. Ekki er hægt að laga spatt, nema að einhverjum leyti með góðri umhugsun. Nú er farið að röntgenmynda alla 4 og 5 vetra stóðhesta sem koma fyrir dóm til að sjá hvort þeir muni stríða við spatt seinna meir. Sumir telja spatt erfast, aðrir ekki.