SNILLINGUR frá Vorsabæ
Dóttir mín á þennan hest ( …fékk hann ófæddan í fermingargjöf).
Hann er fæddur 2000. Hann var grunntaminn í fyrravetur en við tókum ákvörðun um að það lægi ekkert á að sýna hann fyrr en næsta vor - enda var töluverður áhugi fyrir honum strax sl. vor og var hann sl. sumar í tvemur girðingum með samtals 29 hryssum.
Hann er nú í tamningu hjá Þorvaldi Árna Þorvaldssyni og þeim strákum á Hvoli. Þorvaldur mun sýna hann í vor og miðað við fyrri árangur Þorvaldar bindum við vonir við að það gangi allt vel.
Þorvaldur er einn af allra bestu knöpum landsins.
Þeim líst mjög vel á Snilling - hann er mjög fallega byggður, hann er alhliða hestur og hefur miklar og skemmtilegar hreyfingar. Spakgerðin er líka einstök. Hann er bæði ótrúlega ljúfur og mannelskur en um leið hress og fjörugur. Þeir strákar á Hvoli kalla hann “töffara”.
Það er ekkert slor sem stendar að honum: Föðurafi hans er sjálfur Hrafn frá Holtsmúla (sem ásamt Orra frá Þúfu eru mestu áhrifavaldar í íslenskri hrossarækt) - Pabbi Snillings er s.s. Forseti frá Vorsabæ - hæst dæmda afkvæmi Hrafns frá Holtsmúla, 8.71 fyrir hæfileika. Móðurafi hans er Baldur frá Bakka - heimsmeistari í fimmgangi á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 1999. Móður amma hans er Þeysa frá Nýjabæ - 1. verðlauna meri sem vann fjöldamargar töltkeppnir. Mamma hans er Hviða frá Vorsabæ - ósýnd en mikil uppáhalds hryssa á Vorsabæ.
Ef þú hefur áhuga þá get ég sent þér frábærar myndir af honum - sendu mér bara “meil” á tommi@gudrunanna.is
(Reyndar er ég með heimasíðu um hann í smíðum)
Kær kveðja - Tómas Jónsson