Ég held oft að það sé elsti hesturinn því hann er svo frekur að það þorir enginn að böggast í honum en svo er það líka ung meri sem ég hef aldrei séð neinn bögga, það er bara eins og hún sé ósnertanleg. Annar hesturinn minn er líka bara svona rosa rólegur og ef einhver reynir að bögga hann þá bara bítur hann frá sér og þá hættir hinn.
Það er líka gaman að horfa á hestana slást, og sjá hver vinnur, sumir hestarnir eru alltaf að slást. Í hesthúsinu mínu eru líka tveir og tveir hestar svona “bestu vinir”… alltaf saman og eru saman í stíu (reyndar er pabbi svo þrjóskur að hann vill ekki breyta til þannig að sumir hestarnir eru ekki í stíu með vinum sínum heldur eru oftast systkini í stíu).
ég þakka fyrir mig….. Dísa…. :)
Með kveðju frá hestafríkinni…