Ok, segjum að þú sért að fara í kringum landið, með 3 hross á mann. 50-60 km dagleiðir eru passlegar fyrir svona langa leið. Hringurinn er síðan 1881 km = 31 dagur (sem ég tel út í hött). Án þess að stoppa er kannski svona 9-10 km, gott að stoppa þá ef maður er ekki að fara langt. Síðan get ég ekki sagt hvað maður fer hratt en maður ríður aldrei hraðar en milliferð í lengri túrum. Mest er maður bara á rólegu og passa sig að byrja hægt, ríða lengi á feti til að hita hestana almennilega upp.
Svo þola knaparnir nú misjafnt mikla reið þannig að það þarf að taka tillit til allra sem eru með í för. T.d. mun ég ríða á morgun frá Selfossi að Skeiðavegamótum með manni en síðan ein alla leið upp í Gnúpverjahrepp. Tel mig verða 5-6 klst. á leiðinni með þrjú hross. Sjáum til hvort það hafist. Var 7 tíma í fyrra með tvö, verð ábyggilega eitthvað fljótari núna, því ég er með tvær ansi viljugar og góða hest til að teyma. <br><br>Það þarf ekki alltaf að skrifa <a href="
http://www.hrekkjalomur.tk"> eitthvað…</a