Mér var að áskotnast dýrindis meri, rauðblesótt rosalega falleg. Hágeng og töltir rosalega fallega og enginn smá limaburður á minni. en já ég skal hætta að monta mig og koma mér að efninu.
Þannig er mál með vexti að við vorum með hana í hagabeit og eigandinn borgaði aldrei og sagði okkur að taka merina í staðinn. Eigandinn var drykkfeldur tamningamaður sem hefur greinilega verið mikið fullur á baki.
Þangað til fyrir stuttu hafði engin farið á bak á Ástkærri (já merin ber það nafn) í þrjú ár, ég skellti mér á bak á henni og hún er svolítið kvumpin, og á það til að stökva til hliðar á töltinu. Hún er VEL viljug og ekkert smá gaman að ríða henni fyrir utan þessi hliðarstökk sem gera það að verkum að maður er hálf óöruggur allann tímann, vitið þið um eitthvað ráð við þessu?
Á eftir að ráðfæra mig við tamningamann en þætti vænt um að fá eitthvað frá ykkur :)
Steinunn