Þú talar um að sver mél séu betri fyrir hestinn… þar verð ég að vera ósammála, því þó að þau séu mýkri í munni hestsins, þá þarf meira átak til að hesturinn taki bendingunum. Með grönnu mélin finnur hann betur fyrir þeim og ætti þar af leiðandi að taka bendingum betur. Maður verður samt að sjálfsögðu að fara varlega með þau, því of mikil harka getur valdið særindum í munnvikum hestsins, enda á maður að sjálfsögðu ekki að sýna hörku og rífa í, heldur bara leika við taumana. Þetta svar gildir alveg eins með tvískiptu mélin, þau klemmast ekki ef maður passar bara taumhaldið og er ekki harðhentur. Þrískipt mél eru oft of löng (fer svolítið eftir stærð hestsins) og þá virka þau ekki rétt. Þegar maður velur mél verður maður að hugsa þarfir hvers hests fyrir sig. Mér finnst grönn, tvískipt mél með stórum hringum henta best upp í þá hesta sem ég nota, en stundum nota ég samt þrískipt, allt eftir hestinum.
Þetta álit mitt þarf ekki endilega að endurspegla það sem er “rétt”, enda er í raun ekki hægt að segja að eitt sé rétt og annað rangt, það fer bara eftir hvernig hestur er í umræðunni. Gleðileg jól og takk fyrir mig :)<br><br><b>_________________________________________________
Of all the things I´ve lost, I miss my mind the most.</
_________________________________________________