Sæl öll sömul.
Ég verð að viðurkenna það að ég er frekar ný hér á Huga (er nú samt búin að vera hér í 6.mán). Mér finnst eiginlega frekar leitt hvað það eru fáir sem sýna þessu áhugamáli lítinn áhuga. Ég meina á Íslandi eiga liggur við annar hver maður hest og það er til endalaust að tala um, enn einhverra hluta vegna er alltaf lítið um að vera hér. T.d eru ótrúlega fáir sem hafa fyrir því að svara korkum og greinum þegar fólk er að biðja um hjálp eða forvitnast því það er nýtt í hestamennskunni.
En allavegana mér finnst við ættum að vera duglegri að svara og koma með greinar,svo þetta áhugamál verði áhugaverðara hér á huga en það er í dag.
Vonandi móðgast enginn, enn þetta er bara það sem mér finnst.
Með von um einhver viðbrögð
Desta