Komið þið sæl hestafólk.

Þannig er að mig hefur ávallt langað til að taka upp hestamennsku en hef verið rög við að byrja. Nú hef ég hins vegar ákveðið að láta verða af því í vetur og hef hafið undirbúninginn.

Ég byrjaði nú líklega á öfugum enda, því að ég er búin að útvega pláss í sameiginlegu húsi hjá góðu fólki, hey og spænir ásamt því að lesa mér til um nauðsynlega umhirðu hestsins og er búin að fá kunningja til þess að leiðbeina mér í vetur. En ég á eftir að útvega hest…

Ég er eiginlega algjör byrjandi því að þrátt fyrir að ég hafi nokkuð oft farið á bak hefur það ávallt verið með löngu millibili og engin raunveruleg æfing falist í því.

Af þessum sökum þarf ég að fá þokkalegt byrjendahross til þess að nota í vetur. Mér hefur verið ráðlagt að kaupa ekki hest fyrst um sinn meðan ég er að sjá hvort þetta henti mér eða ekki.

Einhver sagði að það væri kannski ráð að fá leigðan hest í "langtímaleigu,, hjá einni hestaleigunni.

1. Hvað teljið þið að sé best í svona aðstöðu?
2. Vitið þið um einhverjar leigur sem leigja svona yfir veturinn?


Með kærum þökkum.