Ég keypti mér annan hest, ég á einn u.þ.b. 17 vetra fituhlunk sem er sjaldan á járnum en núna á ég Flugu, 9 vetra meri frá Bóndhóli í
Borgarfirðinum. Fluga er jörp og hefur 2svar átt folald. hún er mjög
mjúk í gangi og töltið er henni eðlislægt, eins og flestum hrossum frá Bóndhóli. Ég keypti Flugu fyrir fermingarpeninginn, 100 þúsund og er mjög ánægð með hana Ég hef reyndar ekki enn gengið flutning fyrir hana, þar sem ég er í Bolungarvík og hún í Borgarfirði, en þetta reddast vonandi allt saman Ég sendi myndir af Flugunni síðar ;)
kv Kaffibaun :)