Þetta er augljóslega ekki rétti tíminn fyrir hestinn að byrja á því að keppa. Hann ekki tilbúinn fyrir keppni að neinu tagi ef að hann lætur svona þegar hann er einn.
Það getur verið að hestinum leiðist þegar hann er einn og getur það stafað af mörgu s.s. ekki nógu mikilli fjölbreytni í reiðtúrum. Einnig getur verið að hann beri ekki virðingu fyrir þér og sé búinn að koma sjálfum sér í stjórnunarhlutverkið og geri það sem honum sýnist þegar hann vill.
Tamning getur einnig átt mikinn hlut í þessu og ég held að réttast væri að meðan þú ræður ekki við hann undir þessum aðstæðum að láta hann í hendur á fagmönnum ef að þú mögulega getur.
Í sambandi við lull, ef að þú ert að tala um sama hestinn getur þetta tengst.
Hestinum leiðist oft (líka þegar hann prjónar þegar hann er einn) og nennir engu.
Setur sig í stjórnunarhlutverk og reynir að komast hjá því að vinna með því að fara í lull.
Í þessu tilviki gildir eitt, að sýna hver það er sem að ræður og ef að þú treystir þér ekki í það þá skaltu einz og ég sagði láta fagmann prófa hann.
Sumir hestar eru þannig að þeir sækja mikið í það að lulla og það þarf mikla og markvissa þjálfun auk þolinmæði til að vinna það upp.
Ég vona að þeta nýtist þér eitthvað þó að það sé dálítið erfitt að svara spurningum þegar maður veit ekkert nema lýsinguna en ef að það eru fleiri spuningar, hafðu þá samband.
Með bestu kveðju:
Exciting
<br><br>Politeness - Consideration - Respect - trust
<b>P'z</b>
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i> Drive me CraZy </i><br><hr>
<b>If You´re thinkin´ of Being my brother
It don´t matter if you´re Black or white</