Við erum með graðhesta á húsi næstum allan ársins hring annars í hólfum þannig að ég hef þurft eiginlega að ,,standa í þessu'' mjög lengi og skal segja þér hvernig þessu er háttað hjá okkur.
Við erum með sérstakar stíur sem eru fyrir graðhesta, þær eru stærri og með hærri plötum upp til hliðanna.
Ég veit ekki hvernig þessu er hagað hjá þeim sem ekki eru með keyptar alvöru stóðhestastíur, en ég held að það verði að passa það og hafa þær vel traustar.
Á sumrin fara þeir svo í merar, hólf sem geta verið hvaðan af er á landinu en fyrir hesta sem ekki er verið að nota er fínt að setja þá í svokallaðar graðhestagirðingar, þær verða að vera alveg traustar yfirfarnarnar, einnig er hægt að leigja sér pláss þar sem hægt er að vera með graðhsta.
Ef að það eru einhverjar fleiri spurningar þá endilega hafðu samband :)
Með bestu kveðjum:
Exciting <br><br><b>P'z</b>
<a href="
http://kasmir.hugi.is/Exciting">kasmir.hugi.is/Exciting</a>
(hestamenn)
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Ég held barasta að Guð sé hamstur</i><br><h