Hér er linkur að síðu með lista yfir Evrópsk hestakyn skipt eftir upprunalöndum:
<a href="
http://www.imh.org/imh/bw/eur.html“>Horse Breeds of Europe</a>
Andalúsíukynið (Sem eru reyndar yfirleitt Lusitano ;)) eru mjög fallegir hestar!
Friesian eru líka mjög fallegir (alltaf svartir með mikið fax&tagl ásamt fjöðrum) og ekki er verra að þeir eru fyrrverandi ”riddarahestar“.
Norski Fjarðarhesturinn er líka mjög sérstakur með ”hanakambinn“.
Svo eru Lipizzan hestarnir náttúrulega notaðir af spænska reiðskólanum. =)
Það eru mjög margar spennandi tegundir sem að eiga uppruna sinn hér í Evrópu þannig að ég mæli bara með því að þú finnir þá tegund (eða fleiri) sem heilla þig mest og skrifir út frá því. Mörg kyn eiga mikla sögu að baki og hafa breyst mikið í gegnum tíðina eftir því hvað þótti mikilvægt á hverjum tíma.
Og hérna er mælitæki sem sýnir þér hversu háir hestarnir eru í metrum af þeim sem eru mælir í hh/H/hands. Bara svona ef þú styðst við enskar síður þá er þetta MJÖG gagnlegt.
<a href=”
http://www.onlineconversion.com/horse_height.htm">Horse Height Conversion</a>
Passaðu þig bara að gera punkt en ekki kommu ef þess þarf!