ok þetta er smá skilgreining á kynbótadómi.
Það kostar jú að fara með hross í kynbótadóm, hesturinn er dæmdur fyrir hæfileika og sköpulag en þú getur líka látið dæma t.d. bara sköpulagið ef að þú hefur bara áhuga á því.
Í sýningunni er bara riðið á beinni braut og svo er sköpulagið sýnt bara með því að stilla hesti upp fyrir dómara.
Það er enginn leikur að fara með hesta í kynbótadóm og það þarf að vera búið að þjálfasérstaklega fyrir það og einkum stökkið sem er mest ,,vandmeðfarið''og þarf að vera vel þjálfað og reynist sumum strembnast af öllum gangtegundum sem eru sýndar ef að hinar eru allar í góðu lagi.
Svo já má ekki gleyma að þetta skiptist í tvennt, alhliða og klárhross og fyrir þá sem ekki vita fá skeiðlausu klárhrossin ekki 0 fyrir skeið heldur 5 og er það gert svo aðaleinkunnin fari ekki út um þúfur ef að skeiðið vantar.
Ég vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað.
Bestu kveðjur:
Exciting <br><br><b>P'z</b>
<a href="
http://www.kasmir.hugi.is/Exciting">www.kasmir.hugi.is/Exciting</a>
(hestamenn)