Sko, málið er að ef maður sprautar þá þarf efnið sem er í sprautunni að fá að vinna sig út í húðina og þá drepur það helvítis lúsina.
Maður sem sennilega allir hestamenn hafa heyrt eða þekkja er vanur að sprauta reglulega í september október eða einhvertíman snemma á haustinu og þá fá hrossin ekki þennann kvill og nudda sig ekki svona við faxrótina.
Ég lét sprauta minn hest einhverntímann í febrúar sem er of seint, en hann er allur að batna.
Svo málið er bara að tala við dýralækninn, fá sprautu með lúsalyfi, sjálfur fæ ég mér sprautu með lús og ormalyfi í sömu sprautu, og sprauta hrossin bara nógu snemma.
Ef hrossin eru rökuð þá er það gott mál, hrossin nudda sig sennilega ekki svona en það er svo ljótt að sjá hross sem að hafa verið rökuð.
Annars er nú sennilega bara best að þvo þau, en það hafa ekki allir tíma í það og kanski ekki kunnáttu heldur svo ég mæli með því að hringja bara í dýralækninn, fá hjá honum sprautu og láta sprauta snemma og þá kemur þetta aldrei.
En, það þarf að sprauta allt hesthúsið saman því annars virkar þetta ekki sem skildi.
Vonandi gengur þér bara vel að losna við þetta.
Kv,
Sleipnir<br><br>Þetta er <a href="
http://www.hugi.is/hestar">snilldin</a> ein!
Og meðan ég man, heimasíðan er ekki í notkun svo ekki hafa fyrir því að kíkja þangað.
<b>Sleipnir, karl í krapinu.</